Skip to content

0. Inngangur

september 5, 2011

Ég veit ekki hvernig Bandaríkin eru. Bandaríkjamenn eru ekkert sérlega mikið fyrir að húkka sér far heima fyrir, og nú þegar ég hugsa um það held ég að ég hafi ekki hitt neinn sem hefur ferðast á puttanum í BNA. Það er þó til fræg bók eftir Jack Kerouac, Á vegum úti, þar sem aðalpersónan, Sal Paradise, ferðaðist um Bandaríkin þver og endilöng, oftast á puttanum. Einnig er fræg ferðasaga Kingu Freespirit og mannsins hennar Chopin (http://www.geocities.com/kingachopin/) sem ferðuðust á puttanum í kringum heiminn. Stór hluti af ferðinni þeirra var innan Bandaríkjanna og gekk þeim vel til. Nú um daginn, hér í New York, hitti ég líka Svía, Daniel að nafni, sem sagðist vera með 100 dali meðferðist á leiðinni til San Fransisco. „Ég ætla að húkka mér far megnið af leiðinni,“ segir hann mér, „ekki það að ég hafi nokkarra kosta völ með þennan pening meðferðis.“

Sjálfur er ég með örlítið meiri pening með mér en Daniel. Ég hef rúma hálfa milljón króna með mér til að lifa og ferðast næstu mánuðina. Það gera rúm 4000 dali. Ekki það að peningar skipti nokkru máli þegar kemur að ferðalögum. Í fyrrasumar ferðaðist ég til dæmis í kringum landið, ásamt vinum mínum Will og Celeste, á rúmri viku með 5000 kall í vasanum. Ég kom með meira en helminginn aftur til baka.

Þetta er ekki fyrsta stórferðin sem ég tek mér. Áður, líkt og Kinga og Chopin, hef ég farið hringinn í kring um hnöttinn (sjá http://runarberg.wordpress.com/reisupistlar). Ég fór með frænda mínum Skúla til 6 heimsálfa og yfir 20 landa. Sú ferð var farinn með fyrirfram bókuðum flugmiðum út um allt. Ég ætla ekki að gera þau mistök aftur. Allt sem er fyrirframbókað bindir mann til þess að vera á tilteknum stað og/eða á tilteknum tíma. Það hentar sumum við sum tilvik, ég meina meiri hlutinn af heimsreisunni okkar gekk eins og í sögu, en maður er að fórna frelsi. Frelsi til að vera viku í viðbót, frelsi til að fara austur en ekki vestur o.s.frv. Núna, eins og ég ákvað við miðbik heimsreisunnar, er ég bara með miða á staðinn, og lauslega (frávíkjanlega) ferðaáætlun næstu daga. Annað sem er öðruvísi við ferðina núna er fjárhagurinn. Seinast hafði ég safnað í langan tíma fyrir ferðinni, núna ferðast ég án þess að spá í peningum. Fyrir vikið get ég ekki leift mér lúxus eins og að borða á veitingastöðum, gista á gistiheimillum eða kaupa mér far1. Hér mun ég því elda mér sjálfur minn mat, tjalda eða gista hjá fólki sem leifir mér að gista hjá sér frítt (http://www.couchsurfing.org) og húkka mér far á milli staða.

Ég var að meina það áðan þegar ég sagðist ekki vita hvernig Bandaríkin eru. Ekki bara varðandi það hvernig er að húkka sér far hérna, heldur líka það að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta land er. Ég veit ekkert um það. Ég hef fengið ákveðna mynd af því í gegnum Hollywood bíómyndir2 en ég á bágt með að trúa því að þetta fjölmennasta ríki hins vestræna heims og þriðja stærsta land í heimi sé nákvæmlega eins og Hollywood sýnir það. Mér hlakkar því til að sjá hvernig Bandaríkin eru í raun og veru.

Ég er búinn að vera með þessa ferð í maganum í langan tíma. Puttaferðalag um Bandaríkin. Að reyna að sjá sem mest af þessu landi fyrir sem minnstan pening. Ég vissi nokkurnvegin hvernig ég ætlaði að far að þessu án þess að setja mér ófrávíkjanlegar skuldbindingar. En skuldbindingarnar eru allsstaðar. Það er erfitt að vera vesturlandabúi án þess að skuldbinda sig, að minnsta kosti ómeðvitað. Um leið og maður kemur til Bandaríkjanna skuldbindur maður sig til dæmis til að vera farinn innan þriggja mánaða. Maður má heldur ekki fljúga inn í Bandaríkin nema vera búinn að skuldbinda sig til að fljúga til baka frá tilteknum stað á tilteknum tíma. Hellst á maður að vera búinn að skuldbinda sig til að gista á ákveðnum stað hverja nótt. Bandaríkin taka ekki við ferðalöngum eins og mér. Flestir fljúga hinga inn með miða til baka sem þeir síðan sleppa því að nota. Ég ákvað að prófa ódýrari valmöguleika, að kaupa mér vegabréfsáritun. Áritunin leifir mér að vera hérna í 6 mánuði og ég þarf ekki að vera með flugmiða út úr landinu. Bandarískir landamæraverðir voru þó ekki alveg á eitt sáttir við þennan valmöguleika þegar ég flaug hingað inn seinasta fimmtudag.

Í langan tíma hafði ég vel vellt því fyrir mér: „hvað ef þeir hleypa mér ekki inn í landið?“ Þær áhyggjur hurfu þó að messtu þegar ég fékk áritunina afhenta viku fyrir brottför. Ég settist því upp í flugvélina fyrsta þessa mánaðar svo til áhyggjulaus. Ég flaug yfir Grænland, Kanada og lennti á Newark flugvelli, New Jersey, án þess að lenda í neinum vandræðum. Ég beið í biðröð eftir að landamæravörður myndi hleypa mér inn í landið og hugsaði með mér: „Fyllti ég ekki örugglega út öll eyðublöð rétt?“ Svo var röðinn kominn að mér. Vörðurinn var ekki lengi að senda mig til baka. Ég átti eftir að fylla út B53 eða eitthvað svoleiðis til að áritunin mín teljist gild. Ég fór aftur í röðina, fyllti út þetta eyðublað og fór svo og talið við annan vörð með útfyllt eyðublaðið við höndina.

„Hver er tilgangurinn með ferð þinni hingað?“

„Ég ætla að ferðast og skoða Bandaríkin.“

„Hvert ertu að fara núna?“

„Á hostel niður í Brooklyn.“

„Hvað ætlarðu að vera hérna lengi?“

„Ég veit það ekki, þrjá til fimm mánuði.“

„Veistu það ekki?“

„Nei, ég ætla bara að skoða Bandaríkin, jafn lengi og ég get, og svo fer ég heim. Ég veit ekkert hvenær það verður.“

„Fyrirgefðu herra minn, komdu með mér.“

Í herbergi baka til leist mér ekkert á blikuna. Það átti ekki að hleypa mér inn í landið. Ég var með of lítinn pening til að ferðast, ég var ekki með flugmiða til baka. Bandaríkin eru ekki opin fyrir ferðamenn eins og mig. Mér fannst það dálítið óhugnanlegt að landamæraverðirnir vissu allt um mig. Hvert litla smáatriði sem ég hafði sagt sendiráðsfulltrúanum þegar ég sótti um áritunina vissu verðirnir. Þeir báðu mig um að sanna fyrir sér að ég væri ekki á leiðinni að vinna í Bandaríkjunum. Ég var ekki í neinni aðstöðu til að sanna neitt, enda nýkominn úr flugi með ekkert nema handfarangurinn minn meðferðis, nokkrar bækur og tónhlöðu. Að lokum komst ég að því að það eina sem ég þurfti að gera var að eiga vini og ættingja í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin þeim sem þekkja rétta fólkið. Ég gaf þeim nokkur nöfn (held meira að segja að ég hafi stafsett þau vitlaust í stressi) og mér var hleypt inn. „Í öllum bænum, bara ekki vinna hérna,“ var það seinasta sem vörðurinn sagði við mig. Ég lét mig hverfa, hljóp og náði í bakpokann minn og gekk svo ánægður inn í Bandaríkinn. -Hello America, Cliff is here

Og nú þegar ég er kominn inn i Bandaríkin eru nokkrir hlutir sem ég ætla mér að gera…

  • Heimsækja Celeste í Portland, Oregon, Elönu í New York, Jesse í Toronto, Kanada og Þorleif frænda í El Paso, Texas.
  • Hlusta á blús í Chicago, rapp í Detroid og djazz í New Orleans.
  • Skoða Miklagljúfur og Yellowstone.
  • Hitta Barrack Obama (kannski fæ ég far hjá honum úr Washington DC).
  • Læra að tala með suðurríkjahreim.
  • Og eitthvað í þeim dúr.

Látum þetta gott heita í bili. Ég er ekki enn farinn úr New York. Ég gef ykkur svo pistil um veru mína hér þegar hún er búin.

Cliff (Rúnar Berg)
Central Park, New York
4. september 2011.

_________

1Fyrsta daginn minn í Ameríku braut ég öll þessi viðmið.

2Með því fyrsta sem ég sá þegar ég var kominn inn í Bandaríkinn var t.d. par, augljóslega á stefnumóti, sem brosti hvert til annars, hélst í hendur á meðan það labbaði hægt framhjá mér þar sem ég beið eftir lest og var að segja frá sjálfum sér. Týbísk hegðun á fyrsta deiti skv. reglum Hollywood.

From → Reisupistill

Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: