Skip to content

11. Lítil jólahugvekja frá San Francisco, Kaliforníu

desember 24, 2011

Sagan segir að kona að nafni María og eiginmaður hennar, Jósef, hafi verið á ferðalagi um Ísrael einhverntíman á árabilinu 7 – 2 fyrir krist. Þau voru fátæk og ferðuðust áfram á gestrisni þeirra sem urðu á vegum þeirra. Þetta hefur verið erfitt ferðalag, sérstaklega þar sem María átti von á sér. Þegar svo kom að því að hún fæddi voru það ókunnugir sem veittu henni aðstöðu, og líklegast hjálp, við fæðinguna. Jesús af Nasaret fæddist í fjárhúsi ókunnugra sem voru reiðubúin að hjálpa ferðalöngum í nauð.

Ísrael um 4 fyrir krist hefur verið góður staður og tími til að ferðast. Skemmtilegt að hugsa til þess að uppruni kristinna jóla var á ferðalagi. Pælið í því. María og Jósef þurftu að reiða sig á gestrisni ókunnugra til að fæða son sinn. En rómantískt.

Ég segi þessa sögu, ekki vegna þess að ég trúi henni eða vegna þess að hún kemur jólahátíðinni, hátíð rísandi sólar, eitthvað við, heldur segi ég þessi sögu því ég er líka að halda upp á jólin á ferðalagi, alveg eins og María og Jósef héldu upp á fæðingu sonar síns á ferðalagi. Ég er á framandi slóðum alveg eins og María og Jósef voru milli 7 og 2 fyrir krist. Og það er ekki í fyrsta sinn.

Aðfangadag jóla 2007 sá ég Macchu Picchu. Ég var í Perú með frænda mínum Skúla Pálma. Það var lokin á nokkura daga göngu um Andesfjöllin þar sem áfangastaðurinn voru þessar merku minjar. Þegar klukkan sló sex á staðartíma vorum komnir aftur til Cuzco og héldum jólin saman í litlu hótelherbergi.

Núna fjórum áður síðar held ég aftur upp á jólin á vegum úti. Í þetta sinn í San Francisco. Alveg eins og María og Jósef lentu í bobba í Betlehem þegar hún skyndilega þurfti að fæða, þá komst ég í hann krappan hérna í Frisco. Occupy San Francisco á 101 Market st. var lokað af lögreglunni minna en 12 tímum eftir að ég kom hingað. Ég vaknaði klukkan 4:30 aðfaranótt sunnudags við það að óeirðarlögreglan réðist á svæðið vopnuð kylfum og piparúða. Ég var umkringdur og kom engum vörnum við. Þegar ég ætlaði að yfirgefa svæðið í friði, var mér meinað að fara, ég var víst í varðhaldi. Nokkrum mínútum síðar var ég handtekinn fyrir að koma mér upp „ólöglegu gistiplássi“ (illegal lodging)¹. Alveg eins og þegar ókunnugir aðstoðuðu Maríu og Jósef út úr sínum vandræðum þá voru ókunnugir (Chantal og Dagny sem sátu með mér í prísundinni) sem hjálpuðu mér með því að skjóta undir mig skjólhúsi þegar ég átti engin hús að vernda hérna í Frisco. Chantal og Dagny eru ekki ókunnugir lengur og buðu mér að vera hjá þeim yfir jólin, boð sem ég þáði. Rétt eins og María og Jósef voru í húsum velvildarmanna yfir fæðingu frelsarans² þá er ég heima hjá Chantal og Dagnyar þegar stór hluti jarðarbúa fangnar þessari fæðingu.

Ég hafði gælt við hugmyndina að reyna að koma mér til Þorleifs frænda um jólin. Ég hætti við þau plön þegar leið á desember og ég sá fram á að þurfa að fara yfir Kaliforníu, Yosamite, Nevada, Miklagljúfur, Nýju Mexikó o.s.frv. með hraði. Frekar Nýt ég ferðarinnar og held upp á jólin hjá ókunnugum.

Þetta er einungis lítil jólahigvekja og verður ekki lengri í bili. Kannski segi ég frá því hvernig ég hélt upp á amerísk jól árið 2011 í næsta pistli.

Þar til þá

Jóla Rúnar
San Francisco, California
24. desember 2011

_________

1: (Skrifað í dagbókina mína sunnudaginn 11. desember 2011)

Ég var handtekinn í nótt.

Þau handtóku mig fyrir „Illegal lodging“.

Í meginatriðum var ég sofandi í svefnpokanum sem Nancy og Verne gáfu mér. Klukkan 04:30 réðist óeirðarlögreglan á mig, fjötraði mig og þvingaði mig upp í bíl þar sem þau keyrðu mig eitthvert sem ég vissi ekki hvar. Þau héldu mér föngum við fjandsamlegar aðstæður, móðguðu mig og vini mína, meinuðu mér að fara á salernið, að borða eða drekka og henntu mér svo á götuna þremur tímum síðar með hótun um að ef ég mætti ekki til þeirra aftur 6 vikum síðar, þá muni ég lenda í verri vandræðum.

Hvers vegna voru þau svona vond?
Afhverju eru þau að gera þetta við mig?

Handtakan var algjörlega ólögleg*. Þau skrifuðu nafnið mitt vitlaust.
Fokk þau tóku fingraförin mín.
Hveri veit nema ég aftur til Bandaríkjanna eftir þetta.

Vonda, vonda fólk.
Vondu ,vondu löggur.

2: Hér nota ég orðið „frelsarinn“ bara vegna þess að það stuðlar og hljómar vel. Ég kaupi ekki að Jesús hafi frelsað nokkurn frá neinni synd.

*Ég var handtekinn ásamt 55 öðrum fyrir brot sem er jafn alvarlegt að ganga yfir götuna ekki á gangbraut. Handtakan var að mínu mati óréttmæt af eftirtöldum ástæðum. a) Þúsundir annarra í San Francisco „brutu“ sama ákvæði um að hafa komið sér upp „ólöglegu gistiplássi“ þessa sömu nótt án þess að vera handtekin fyrir það. Við vorum valin úr fyrir pólitískar skoðanir okkar, ekki því við brutum þetta ákvæði, annars hefðu allir heimillisleysingar verið handteknir þessa nótt. b) Lögreglan gaf mér viðvörun um handtöku mína, en bara að mér sofandi. Ég var ekki með neina meðvitund þegar viðvörun um handtöku kom og þar af leiðandi gat ég ekki vitað að ég væri að brjóta nein lög. Lögreglan hefði átt að vekja mig og segja mér að fara ÁÐUR en hún handtók mig. c) Ákvæðið um „ólöglegt gistipláss“ er svo lauslega skilgreint að hver sem er getur verið handtekinn fyrir að vera hvar sem er. Það minnir á stjörnuspánna í Mogganum það er svo hlægilega lauslegt. Fólk var handtekið hvort sem það var í svefnpoka, á dýnu, undir teppi eða undir berum himni á klæðunum sínum, hvort sem það stóð, sat, labbaði eða lá. Allir sem voru þarna voru handteknir fyrir að koma sér upp „ólöglegu gistiplássi“ hvort sem þau gistu eða ekki. Og d) Ég kom mér ekki upp neinu „gistiplássi“ ef svo má heita. Gistipláss krefst einhverskonar skýlis, ég var bara í svefnpoka á dúkalögðum pappa sem tók mig 5 mínútur að ganga frá. Eins og einn hinna handteknu sagði: „Mótmæli að nóttu til eru nú kölluð ‚gistipláss‘ og þeir hafa gert þau séu ólögleg“ (Protesting at night is now called lodging, and they’ve made it illegal).†

Nánar má lesa um handtökuna á ýmsum fréttasíðum, til dæmis hérna: http://www.sfbg.com/politics/2011/12/11/police-arrest-55-early-morning-raid-occupy-sf

From → Reisupistill

One Comment
  1. heiða permalink

    er að lesa. fallegar pælingar um að það sé leiðin, ekki takmarkið. njóttu jólanna, rúnar, þótt þú kaupir ekki hugm. um frelsarann. ég naut jóladags áðan með syni og kærasta þar sem við borðuðum pizzu sem ég keypti á pizza-king niðri í bæ. alveg yndisleg stund þegar við borðuðum pizzuna, og laus við að fara í eitthvað jólaboð sem enginn nennti í.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: