Skip to content

6. Með hljómsveitarvan í Kansas og Nebraska

nóvember 3, 2011

Það er fyndið frá því að segja að á milli götutaka í Ann Arbor MC og Chicago IL fékk ég far frá „good republican“, góðum repúblikana sem hlustaði á vonda og heimska repúblika tala í útvarpinu allan leiðina. Þetta var töluvert verra en Útvarp saga. Maðurinn trúði ekki á þróunarkenninguna né hnattræna hlýnun. Hann sagði mér líka að það hefði verið tákn frá Guði að ég hefði staðið þarna í vegkantinum að húkka far. Samkvæmt kristnum hætti hjálpaði hann mér þegar ég bað um hjálp, góði samverjinn. Ég bar á borðið rökin fyrir þróunarkenningunni og loftslagsbreytingunum og reyndi að réttlæta vísindalega aðferð en endaði með því að hlusta á hann afneyta þeim, þá brosti ég bara og yppti öxlum. Stundum er betra að virða bara annarra manna trúar- og pólitískar skoðanir, það gerir nærveru þeirra bærilegri, stundum jafnvel skemmtilegri. Allavega er farþegasæti bílstjóra sem gerir manni þann greiða að taka mann upp í, ekki rétti staðurinn til að rífast um hluti sem breyta hvort eð er engu, eða allavega ekki á hraðbraut í Suður Michigan. Ég passaði mig allavega að minnast ekkert á götutökurnar við hann. Ég held samt að hann hafi grunað ýmislegt út frá hippalega viðmóti mínu. Ætli það hafi ekki verið þögult samkomulag milli okkar að fara ekki út í umræður sem við vissum báðir að tæku engan enda ef þær á annað borðið byrjuðu.

Ég var staðráðinn í að fara að götutökunni í Chacago. Bæði til að taka þátt og til að hafa einhvern samanstað. Gallin var sá að í Chicago er lögreglan ekki jafn svöl og í Michigan. Tvisvar hafði hún gert atlögu að mótmælendum og hindrað þau í að setja upp búðir. Um 300 hundruð manns voru handteknir fyrir vikið. Röskun á almannafrið var ástæðan sem lögreglan gaf, en mér sýnist sem lögreglan hafi verið sú sem raskaði friðinum frekar en friðsælir mótmælendur sem bara sátu kjurrir á meðan lögreglan kom með kilfur og handjárn. Götutakan í Chicago er því nokkuð sérstök. Hún er bókstaflega á götuhorni. Þar eru á milli 20 – 500 mótmælendur í senn, berja á drumbur, halda á skiltum, hrópa slagorð, spila á gítar allt eftir mjög þröngum reglum sem lögreglan setur þeim. Þau meiga til dæmis ekki vera innan við metra frá höfuðstöðum Bank of America, ekki hafa læti fyrir 08:00, ekki hindra flæði gangandi vegfarenda, ekki elda með gasi, ekki sofa eftir 06:00 o.s.frv. Götutakunni er líka mætt með þvílíkri ókurteisi móðgaðra vegfaranda sem vinna í skrifstofum nálægra bygginga. Þetta eru skirfstofublækur sem eru gjörsamlega heilaþvegin af þessum 1% sem stjórna í krafti auðæfa. Þessir reiðu vegfarandur sem trúa því að starf þeirra færi ameríku velmegun og að því meira sem þau vinna, þeim mun líklegra að einhvern daginn verði þau hluti af þessum 1%. Ég sá mótmælendur bjóða þeim kurteisislega góðan daginn en fengu í staðinn axslaskot með hvassum tón, svona illu kvæsi. Vegna skorts á tjaldbúðum þá svæafu mótmælendur, þar á meðal ég, bara á gangstéttinni fyrir utan bankann. Það er eins og að lögreglumenn og öryggisverðir höfðu gaman að því að gera hlutina erfaðri en þeir þurftu að vera. Til dæmis beið einn öryggisvörður þar til klukkan 3 um nóttina til að segja mér að ég mætti ekki sofa á tilteknum stað á gangstéttinni. Ég færði mig um hálfan metra og öryggisvörðurinn gat ekki sagt neitt, þremur tímum síðar kom lögreglan og vakti alla með móðgunum og dónaskap, lögin leifðu henni það. Mér heyrðist það á ráðleggingum spjalli við aðra mótmælendum að þetta og verra hafa þau þurft að þola í langan tíma. Chicago er svo bara eitt dæmi af mörgum verri um framgang yfirvalda gegn friðsömum mótmælendum. Í Boston hefur fjöldi manna verið handtekin. Þau eru látin dúsa í steinunum án þess að fá að hringja og láta vita af sér, án þess að fá heilbrigðan mat, án þess að fá að fara á klósettið. Fregnir heyrðust frá Oakland CA að lögreglan hafi þar beitt kilfum, táragasi og gúmmíkúlum á friðsöm mótmælin, allt banvæn vopn. Í Atalanta GA var borgarstjórinn hræddur um að mótmælin gætu orðið ófriðsöm svo hann beitti sannanlega ófriðsömum óeirðarsveitum gegn mótmælendum, þá fyrst urðu þau ófriðsöm og spádómar borgarstjórans rættust. Á bjartari nótunum heyrðist að í einhverri borg, ég man ekki alveg hverri, hafi lögreglan neitað að fara í þessar tilgangslausu og ofbeldisfullu handtökur á samborgurum sínum. Með því sýndi hún samstöðu og sýndi í verki að hún tilheyrir okkur 99% sem eru þrælað út og arðrænd af hinum 1%.

Strax fyrsta klukkutímam þar sem ég var þarna á móti byggingu seðlabankans í Chicago, með bakpokan á bakinu lennti ég á spjalli við áhugaverða fjórmenninga sem sátu friðsöm upp við eina súlu bankans. Þetta var hljómsveit sem var að túra um svæðið. Þau voru frá Omaha, Nebraska, og voru á leiðinni til Kansas City, Kansas/Missouri, tvemur dögum síðar. „Ó, kúl, ég er á leiðinni til Omaha, ég var meira að segja með rútumiða þangað seinasta miðvikudag sem ég missti af út af því að ég óvart occupy-aði Ann Arbor, Michigan.“ „Við erum á rosa stórum bíl, þú mátt koma með okkur til Omaha ef þú villt, þú þarft reyndar að koma með okkur til Kansas fyrst, en þú mátt koma með ef þú villt.“ Tveim dögum síðar, eftir að ég hafði heimsótt Northwestern University (einn háskólanna sem mig dreymir um að stunda nám við í nálægri framtíð), Baha’í hof (það eina í Norður Ameríku og eitt af 7 í öllum heiminum) og sótt ekta Chicago blús nálægt staðnum þar sem Haymarket mótmælin (ástæðan fyrir því að 1. maí er baráttudagur verkalýðsins) fóru fram, stóð ég og öskraði slagorð gegn kapítalismanum þegar stúlka að nafni Rachel kom og pikkaði í mig. „Lamgar þér enn að koma með okkur til Kansas?“ „Jújú,“ svaraði ég. „Trukkurinn okkar er einhversstaðar handan við hornið, við ætlum að koma við í IKEA og svo keyrum við til Iowa fyrst og förum svo til Kansas á morgun. Ertu til?“ „Jább, bíddu aðeins meðan ég sæki bakpokann minn,“ sagði ég og gekk fimm metrana að bakpokanum sem lá við sömu súlu og ég hafði hitt þau við tveim dögum áður. Við, Rachel og önnur stúlka að nafni Melissa, gengum fram að næsta götuhorni þar sem hinir hljómsveitarmeðlimirnir tveir, Cody og Ellen, sátu í frekar stórum vínrauðum og riðguðum sendiferðarbíl með afmáðum gulum „School Students“ límmiða á hægri síðunni. Ég hennti bakpokanum mínnum aftur í skott, ofan á einhverja magnara og trommusett og eitthvað og við keyrðum í átt til Kansas.

Í fyrsta skiptið í ferðinni minni gisti ég á hóteli. Ég borgaði 10 dali, ofan á það sem hljómsveitarmeðlimirnir höfðu borgað fyrir herbergið, til að fá að sofa á gólfinu. Kannski var það þess virði því herberginu fylgdi morgunmatur (sem var kannski 25 senta virði) og við morgunverðarborðið blasti við tvær erkitýpur Kansasbúa. Þetta voru tveir karlmenn á fertugsaldri að tala um búgarð og ródeó, með kúrekahatt á höfðinu og þennan þvílíka Kansashreim (y’all). Þá vanntaði bara tóbak til að tyggja og spíta í skirpidollu svo hljómar í fallegt klong. Þetta morgunverðarborð var þó það eina í kansas sem uppfyllti staðalmyndina sem ég hafði myndað mér um Kansas. Þegar ég fór með hljómsveitinni að skoða Kansas City (sem er meira í Missouri en Kansas) fékk ég að sjá ýkt vintage bókabúðir, góðan lífrænt ræktaðan vegan-mat, mega flotta listræna prentsmiðju og fleira svona hippadæmi.

Um kvöldið hélt hljómsveitin tónleika sem ég auðvitað sótti. Ég held það sé kominn tími til að opinbera að hljómsveitin ber nafnið Honeybee & Hers. Melissa syngur og spilar á gítar og hljómborð, Rachel spilar á gítar og melódiku, Ellen spilar á bassa og Cody á trommur. Hljóðdæmi má finna hér http://honeybeeandhers.com/2011/09/pigeon-video/. Þetta var ógleymanlegt kvöld. Honeybee & Hers voru önnur á svið og héldu frábæra tónleika. Ég mæli alveg með þeim sko. Svo var blúsband, einnig frá Omaha. Gítarleikarinn var æðislegur á gítar en hans var samt minnst sem gaurinn sem snertir hárið á stelpum undir húfunum þeirra. Öll reyndum við að spá í hvers lags blæti það var, hvað er sexý við undir húfuna og þess háttar. Bassaleikarinn í þessari hljómsveit var líka afbragðsbassaleikari. Ekta hippi með langt hár og í allt of stórum allt of grúví bol. Hann bauð mér í hrekkjavökupartý í Omaha kvöldið eftir. Þegar ég sagði honum að ég væri á leiðinni vestur yfir klettafjöllinn, hætti hann ekki að lýsa ást sinni á fjöllum. „Hefurðu einhverntíman séð fjöll?“ spurði hann mig eftir að hafa lýst hversu æðisleg fjöll eru. „Auðvitað maður, ég er frá Íslandi. Þar er ekkert nema fjöll.“ Eftir að hafa ferðast um Nebraska áttaði ég mig á því að spurningin er ekki svo heimskuleg. Í Nebraska er ekkert nema kornakrar, gresjur svo langt sem augað eigir. Þetta er í raun eins og að vera út á sjó, nema bara að það eru endalausar girðingar út um allt. Þessi bassaleikari fékk líka krípí stimpill á sig eftir kvöldið og ég endaði með að beila á hrekkjavökuboðinu hans. Ég veit ekki afhverju. Ég hóf kvöldið á því að fara með Cody og Ellen (þau eru kærustupar og búa saman, ég gisti heima hjá þeim í Omaha) á einhverskonar sýningu sem vildi svo heppilega til að var akkúrat verið að sýna þegar ég var þarna, lokasýningin sko. „Hvernig sýning?“ Spurði ég. „Þetta er einhverskonar performans sjóv, þú veist svona hreyfilist og þannig,“ „Það er ábyggilega einhver dans, ég sá að XXXX var með þeim. Hann er dansari.“ Jæja, ég sló til, enda hafði ég ekkert annað að gera hvort eð er. Sýningunni er sennilega best hægt að lýsa sem múltídisiplanerí. Það var blandað saman leiklist, hreyfilist, tónlist, dansi, heimspeki, vídeólist og fleira. Umfjöllunarefnið var geimurinn. Farið var með texta eftir menn eins og Carl Sagan, Carl Jung var þarna með konflikta um eiginleika meðvitundarinnar samanborið við geimflaugar og Major Tom, hugverk Davids Bowies fékk líka að vera með. Þetta var alveg magnað. Spontant sjóv sem virkaði sko.

Ég var einn dag í viðbót í Omaha, en gerði ekkert sem er skemmtilegt að segja frá. Ég fór í afmæli og horfið á Rocky Horror á spólu (!), þú veist, hrekkjavakan. Ég meina, ég skemmti mér alveg vel, en glætan að ég eigi eftir að finna einhverja skemmtilega leið til að gera það að áhugaverðu umfjöllunarefni. Það sem ég er að gera núna er eflaust mun skemmtilegra fyrir ykkur að lesa. Ég segi ykkur frá því í næsta pistli.

Hrekkjavökukveðja.

Runar
Casper, Wyoming
2. nóvember 2011

From → Reisupistill

One Comment
  1. Skúli permalink

    Orðinn spenntur!

Færðu inn athugasemd